Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur verið ákveðið að fresta aðalfundi um eina viku. Aðalfundur er nú boðaður miðvikudaginn 10. maí klukkan 17:00 í húsnæði samtakanna í Aðalstræti 14.
Dagskrá aðalfundar:
- Fundur settur, kosning fundarstjóra og ritara
- Ávarp formanns
- Ársskýrsla Aflsins kynnt og lögð fram til umræðu
- Ársreikningur Aflsins lagður fram til umræðu og samþykktar
- Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til umræðu
- Lagabreytingar
- Ákvörðun árgjalda
- Ákvörðun launagreiðslna til stjórnar
- Kosning stjórnar samkvæmt 7. gr.
- Kosnir tveir skoðunnarmenn reikninga
- Önnur mál
Tillögur að lagabreytingum verða kynntar og ræddar og lagðar fyrir aðalfund.