Miðvikudagurinn 8. mars var alþjóðlegur barátturdagur kvenna. Af því tilefni boðaði Jafnréttisstofa í samstarfi við Zontaklúbbana á Akureyri til hádegisfundar í anddyri Borga við Norðurslóð og mættu fulltrúar Aflsins gallvaskir til fundar. Yfirskrift fundarins var “Líðan ungs fólks – Hvað er til ráða”. Frummælendur voru Ingibjörg Auðunsdóttir fyrrverandi sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, menntaskólakennarinn Arnar Már Arngrímsson handhafi verðlauna Norðurlandaráðs í barna- og unglingabókmenntum 2016 og Karólína Rós Ólafsdóttir nemandi við Menntaskólann á Akureyri og formaður FemMa Femínistafélags skólans.

Meðlimir í FemMA, femínistafélagi Menntaksólans á Akureyri, mættu á staðinn og seldu boli til styrktar Aflinu og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir stuðninginn.

Lóa Aðalheiður Kristínardóttir og Dagný Guðmundsdóttir við söluborð FemMA
Myndina á bolunum hannaði Karólína Rós Ólafsdóttir formaður FemMA en hún var auk þess einn af frummælendum á fundinum.

Óhætt er að segja að hádegisfundurinn hafi vakið mikla athygli en tæplega tvöhundruð manns sóttu fundinn og var fullt út úr dyrum. Aflið þakkar Jafnréttisstofu og Zontaklúbbum Akureyrar fyrir vel heppnaðan hádegisfund og FemMA fyrir stuðninginn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*