Tekið hefur verið upp á þeirri nýbreytni að bjóða nemendum 9. bekkja í grunnskólum Akureyrar í heimsókn í Aflið. Fyrstu hóparnir komu frá Giljaskóla og fengu þau fræðslu frá ráðgjöfum Aflsins um starf samtakanna og afleiðingar ofbeldis og eineltis.



Næstu daga munu svo hópar frá hinum grunnskólum Akureyrar kíkja við hjá okkur og fá fræðslu frá ráðgjöfum Aflsins. Við munum að sjálfsögðu setja inn fréttir og myndir af þeim.