Heimsóknir 9. bekkja grunnskóla Akureyrar héldu áfram í dag og nú voru það nemendur í Síðuskóla sem heiðruðu okkur með nærveru sinni. Í þetta sinn var hópnum skipt eftir bekkjum og Jokka, Olla og Sigga fræddu krakkana um ofbeldi og einelti og afleiðingar þess.


