Á dögunum hélt Aflið opið hús að Aðalstræti 14 sem lið í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Við það tækifæri var undirritaður styrktarsamningur milli Aflsins og ENOR. Samningurinn var undirritaður af Sóley Björk Stefánsdóttir varaformanni Aflsins og Níels Guðmundssyni forstöðumanns endurskoðunar hjá ENOR.

Styrktarsamningurinn felur í sér að ENOR tekur að sér gerð ársreiknings fyrir Aflið og sér um yfirferð á ársreikningi og fjárreiðum samtakanna. Þetta er í fyrsta skiptið sem löggiltir endurskoðendur taka að sér yfirferð á ársreikningum Aflsins og er því um nokkur tímamót að ræða. Samningurinn gildir til eins árs en framlengist um eitt ár í senn sé honum ekki sagt upp. Aflið þakkar ENOR fyrir þeirra framlag og vonandi verður framhald á þessu samstarfi.

Sóley Björk, varaformaður Stjórnar Aflsins, og Níels Guðmundsson, forstöðumaður endurskoðunar hjá ENOR handsala samninginn
Sóley Björk og Níels Guðmundsson handsala samninginn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*