Fjöldi gesta sótti opið hús sem Aflið bauð til í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Kristján Hrannar Jónsson og Ólöf María Birnu Brynjarsdóttir kynntu starfsemi Aflsins fyrir gestum. Milli kynninga nutu gestir hæfileika norðlensks tónlistarfólks þar sem Halla og Elvar fluttu gestum nokkur jólalög, Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir flutti frumsamið efni í bland við lög þekktra tónlistarmanna við undirleik Daníels Starrasonar og leikhópurinn Paradís flutti nokkur vel valin lög.

Líflegar umræður sköpuðust milli atriða og meðal annars lýsti Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir þeim breytingum sem orðið hafa á viðhorfum til heimilis- og kynferðisofbeldis frá því hann hóf störf, og skjólstæðingar Aflsins lýstu reynslu sinni af starfinu.

Óhætt er að segja að opna húsið hafi verið vel heppnað og var stöðugur straumur gesta allt frá byrjun til enda. Nói Síríus bauð gestum upp á konfekt og Matur og mörk bauð upp á snittur sem gestir gæddu sér á milli atriða og kynninga.

Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir og Daníel Starrason fluttu nokkur lög fyrir gesti
Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir og Daníel Starrason fluttu nokkur lög fyrir gesti

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*