Það er okkur sönn ánægja að kynna nýja liðsmenn innan Aflsins. Þann1. september sl. tók til starfa hjá okkur nýr Ráðgjafi, hún Ólöf María Birnu-Brynjarsdóttir. Ólöf María er að klára nám í Nútímafræði við HA nú um áramót en hún hefur mikið verið að vinna sín verkefni tengd ofbeldismálum. Ólöf er góð og öflug viðbót í ráðgjafahópinn okkar.

Bryndís Símonardóttir fjölskylduráðgjafi sér um handleiðslu hjá Aflinu, hún hefur verið hjá okkur frá því í sumar. Bryndís er með langan og farsælan feril sem ráðgjafi og heldur vel utan um hópinn okkar. Hún starfar einnig sem faglegur ábyrgðarmaður samtakanna og teljum við okkur afar lánsöm að hafa hana í okkar röðum.

Við viljum nota tækifærið og bjóða þær báðar velkomnar til starfa.

14459109_10154589254664596_1927825994_n

Ólöf María

img_0320

Bryndís

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*