Aflið er greinilega ofarlega í hugum manna og kvenna þessi misserin og samhugur nærsamfélagsins áberandi. Núna á síðustu dögunum fyrir jól höfum við fengið tvo veglega styrki héðan úr okkar næsta samfélagi og viljum við þakka þeim aðilum innilega fyrir okkur… svona stuðningur er ómetanlegur.
Annars vegar styrkti Menningarfélag Akureyrar okkur um 100.000 krónur og var það hluti af sölu á tónleikunum, Kristjana og konur, sem haldnir voru nú fyrr í haust og minntu sérstaklega á aðkomu kvenna að tónlist í gegnum tíðina. Styrkinn afhenti Sigurður Kristinsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins. Við þökkum Menningarfélaginu innilega fyrir þennan frábæra styrk !
Hins vegar ákvað Stefna hugbúnaðarhús að styrkja Aflið um 300.000 krónur og komu þau til okkar í gær þar sem fyrirtækið afhenti þennan veglega styrk. Takk kærlega fyrir okkur !
Þetta eru tvö dæmi um þann stuðning sem nærsamfélagið hefur sýnt okkur á árinu og allur þessi stuðningur, bæði í formi fjármagns en líka í formi orða og athafna, gefur okkur kraft til að halda alltaf ótrauð áfram