Í dag samþykkti Alþingi fjárveitingu til Aflsins upp á 10 milljónir fyrir árið 2016. Þetta er algjör vendipunktur fyrir samtökin og nú getum við virkilega farið að byggja upp þjónustuna við þolendur ofbeldis í samræmi við eftirspurnina sem hefur vaxið gríðarlega síðustu ár. Við þökkum öllum þeim góðu þingmönnum sem hafa stutt málið en að öðrum ólöstuðum eiga þar Brynhildur Pétursdóttir og Vigdís Hauksdóttir stóran hlut að máli. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem sent hafa þingmönnum og ráðherrum bréf vegna málsins eða átt við þau símtöl eða bein samtöl. Það er hinn breiði stuðningur sem Aflið nýtur í nærsamfélagi sínu sem hefur haft hvað mest að segja í baráttunni fyrir auknum framlögum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*