Kæru vinir, við viljum vekja athygli ykkar á málþingi sem haldið verður föstudaginn 4. desember. Málþingið fjallar um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi og afleiðingar þess á landsbyggðunum. Sjá dagskrá í viðhengi hér fyrir neðan. Þá bendum við á að einnig er hægt að fylgjast með á netinu, fyrir þá sem ekki komast á staðinn … slóðin er www.ustream.tv
Að loknu málþinginu verður opið hús í Aflinu kl 17:00 þar sem boðið verður uppá súpu og brauð og hægt verður að kynnast starfseminni!