Vinir í verki

Utanumhald, skipulag, fjáröflun og umsýsla hjá Aflinu er að mestu unnið í sjálfboðavinnu, aðeins eru greidd laun fyrir kjarnastarfsemi sem snýr beint að ráðgjöf og forvörnum og auk þess er starfsmaður í hálfu starfi. Þess vegna eru allar hjálparhendur vel þegnar enda hafa allir eitthvað til að leggja að mörkum. Ef þú vilt baka, smíða, mála, bera, lesa, skrifafriends, tala, selja, safna, gefa eða eitthvað allt annað þá endilega hafðu samband og skráðu þig sem vin í verki

Á síðustu misserum hefur Aflið eignast þó nokkuð marga vini í verki sem hafa verið duglegir að leggja fram ómetanlegar hjálparhendur. Það er ómetanlegt að eiga góða vini í verki.

Skráðu þig sem vin í verki með því að senda tölvupóst á aflid@aflidak.is