Einstaklingsviðtöl fyrir þolendur og aðstandendur
Aflið býður upp á einstaklingsviðtöl fyrir þolendur kynferðisofbeldi og/eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra sem óska eftir ráðgjöf.
Í einstaklingsviðtölum fær einstaklingur stuðning við að koma ofbeldisreynslunni í orð og skoða þær afleiðingar sem ofbeldið hefur haft. Þetta getur reynst mörgum erfitt skref og er fullur skilningur á því innan Aflsins. Ráðgjafar mæta einstaklingum ávallt á jafningagrundvelli og sá sem leitar aðstoðar stjórnar því hversu hratt og djúpt er unnið í viðtölunum.
Hafðu endilega samband ef þú óskar eftir einstaklingsviðtali:
Netfang: aflid@aflidak.is
Sími: 461 5959 milli 8 og 12 á virkum dögum
Facebook: facebook.com/Aflið-samtök-gegn-kynferðis-og-heimilisofbeldi
Öll þjónusta Aflins við þolendur og aðstandendur þeirra er þeim að kostnaðarlausu.