Allar færslur eftir aflid

Lions styrkir Aflið

Starfsemi Aflsins byggir á styrkjum og frjálsum framlögum. Aflið hefur í gegnum tíðina notið mikils stuðnings í nærsamfélaginu og fyrirtæki og félagasamtök hafa verið dugleg að styrkja starf samtakanna. Á dögunum styrkti Lionsklúbbur Akureyrar Aflið með peningagjöf að upphæð 150.000 kr. Hrafnhildur Gunnþórsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Aflsins og fór athöfnin fram í húsnæði Lionsklúbbsins.

Hrafnhildur Gunnþórsdóttir varaformaður Aflsins tekur við styrk frá Lionsklúbb Akureyrar. Með henni á myndinni er stjórn klúbbsins, frá vinstri: Sigurður Tryggvason ritari, Sigurður Halldórsson formaður, Eyjólfur Árnason gjaldkeri.

Aflið þakkar Lionsmönnum kærlega fyrir styrkinn og stuðninginn í gegnum árin.

Aflið á Bíladögum

Líkt og síðustu ár verður Aflið sýnilegt á Bíladögum og verðum við með gönguvaktir á stærstu viðburðum og í miðbænum.

Fréttatilkynning frá Akureyrarbæ:

 

Virðum réttinn til næðis og öryggis á Bíladögum

 

Fulltrúar frá Aflinu, Akureyrarstofu, Bílaklúbbi Akureyrar, framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar, lögreglu og slökkviliði, funduðu í gærmorgun um Bíladaga 2017 sem nú standa yfir á Akureyri og lýkur formlega laugardaginn 17. júní. Fram kom í máli Einars Gunnlaugssonar formanns BA að vel hafi gengið fram að þessu, allt kapp sé lagt á að allir virði siðareglur Bíladaga og að tekið verði stíft á þeim brotum sem kunna að koma upp, líkt og gert var í fyrra. Þá gildi einu hvort brotin eigi sér stað utan eða innan aksturssvæðis BA. Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, verða sýnileg á stærstu viðburðum og lögreglan fylgist vel með því að allt fari vel fram. Lögreglumenn á vakt verða á bæði merktum og ómerktum bílum. Starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar bæjarins hafa komið upp hraðahindrunum víða um bæinn til að koma í veg fyrir spól og óvarlegan akstur sem er að sjálfsögðu bannaður eins og ávallt.

 

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri leggur ríka áherslu á að allt fari vel fram og segir að eftir að allir viðburðir hafi verið færðir upp á akstursíþróttasvæði BA hafi skapast meiri sátt í bænum um Bíladaga. „Ég er jákvæður gagnvart því að halda hátíð sem þessa innan bæjarmarkanna en ekki nema það sé í fullri sátt við bæjarbúa. Það verða allir að leggjast á eitt, sýna tillitssemi og virða rétt íbúa til öryggis og næðis,“ segir Eiríkur Björn.

 

Siðareglur Bíladaga:

 

 • Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnt gestir sem heimamenn
 • Virðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum úti
 • Við spólum einungis á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar
 • Gestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegir
 • Við berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera Bíladaga frábæra
 • Gestir Bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt
Meðfylgjandi mynd tók Ragnar Hólm að loknum samráðsfundi um Bíladaga sem haldinn var á aksturssvæði BA 14. júní.

Munum að koma vel fram hvort við annað og skemmta okkur fallega.

Aukaaðalfundur 29. maí

Stjórn Aflsins boðar til aukaaðalfundar mánudaginn 29. maí klukkan 17:00 í húsnæði samtakanna í Aðalstræti 14.

Dagskrá aukaaðalfundar:

 1. Fundur settur, kosning fundarstjóra og ritara
 2. Lagabreytingar
 3. Kosning stjórnar samkvæmt 8. gr. laga Aflsins

Tillögur að lagabreytingum verða kynntar og lagðar fyrir aukaaðalfund.

Aðalfundur Aflsins

Aðalfundur Aflsins – Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi var haldinn í húsakynnum samtakanna í Aðalstræti 14 miðvikudaginn 10. maí. Á fundinum fóru fram venjulega aðalfundarstörf þar sem ársskýrsla samtakanna fyrir árið 2016 var kynnt og Níels Guðmundsson frá ENOR kom og fór yfir ársreikning síðasta rekstarárs. Fyrir fundinn voru lagðar lagabreytingar til umræðu og samþykktar og voru þær samþykktar einróma.

Kosið var til stjórnar og er ný stjórn þannig skipuð:
Formaður: Elín Björg Ragnarsdóttir
Aðrir stjórnarmenn:
Arnar Logi Björnsson
Hrafnhildur Gunnþórsdóttir
Tryggvi Hallgrímsson
Þórunn Anna Elíasdóttir
Varamenn:
Sigrún Finnsdóttir
Rósa Matthíasdóttir

Arnar Logi Björnsson er eini meðlimur nýrrar stjórnar sem einnig sat í síðustu stjórn en Sigrún Finnsdóttir sem var formaður síðustu stjórnar tekur sæti sem varamaður í nýrri stjórn.

Aflið vill þakka þeim Sóleyju Björk Stefánsdóttur, Kristínu Hebu Gísladóttur og Önnu Guðnýju Egilsdóttur kærlega fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu samtakanna og við óskum þeim velfarnaðar í öllu sem þær taka sér fyrir hendur.

 

 

Aðalfundi Aflsins frestað til 10. maí

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur verið ákveðið að fresta aðalfundi um eina viku. Aðalfundur er nú boðaður miðvikudaginn 10. maí klukkan 17:00 í húsnæði samtakanna í Aðalstræti 14.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Fundur settur, kosning fundarstjóra og ritara
 2. Ávarp formanns
 3. Ársskýrsla Aflsins kynnt og lögð fram til umræðu
 4. Ársreikningur Aflsins lagður fram til umræðu og samþykktar
 5. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til umræðu
 6. Lagabreytingar
 7. Ákvörðun árgjalda
 8. Ákvörðun launagreiðslna til stjórnar
 9. Kosning stjórnar samkvæmt 7. gr.
 10. Kosnir tveir skoðunnarmenn reikninga
 11. Önnur mál

Tillögur að lagabreytingum verða kynntar og ræddar og lagðar fyrir aðalfund.

Málþing um tengls kláms og ofbeldis

KLÁM OG OFBELDI

Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, boða til málþings um tengsl kláms og ofbeldis föstudaginn 28. apríl frá kl. 16:00-18:00 í Hafnarvitanum, Strandgötu 16.

Dagskrá:

Kristín Heba Gísladóttir
Ávarp og kynning ársskýrslu f.h stjórnar Aflsins

Ólöf María Birnu Brynjarsdóttir, meistaranemi í félagsvísindum:
Ofbeldi og yfirvald, vangaveltur um ofbeldi og birtingarmyndir þess í nútíma samfélagi

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar: „Mér finnst það bara verða grófara og grófara“ Upplifun ungs fólks á kynlífi, klámi og ofbeldi.

Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi í félagsvísindum: „Þú ert bara ráðin til að kyngja, kinka kolli á milli lappa og hlusta á mig syngja“ Hugleiðingar um klámvæðingu og afleiðingar hennar.

Fundarstjóri verður Pétur Guðjónsson, viðburðarstjóri VMA, leikstjóri, leikskáld og plötusnúður.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

 

Máþing Aflsins um tengsl kláms og ofbeldis

Aðalfundur Aflsins 3. maí

Aflið – Samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi, boða til aðalfundar miðvikudaginn 3. maí klukkan 17:00 í húsnæði samtakanna í Aðalstræti 14.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Fundur settur, kosning fundarstjóra og ritara
 2. Ávarp formanns
 3. Ársskýrsla Aflsins kynnt og lögð fram til umræðu
 4. Ársreikningur Aflsins lagður fram til umræðu og samþykktar
 5. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til umræðu
 6. Lagabreytingar
 7. Ákvörðun árgjalda
 8. Ákvörðun launagreiðslna til stjórnar
 9. Kosning stjórnar samkvæmt 7. gr.
 10. Kosnir tveir skoðunnarmenn reikninga
 11. Önnur mál

Tillögur að lagabreytingum verða ræddar og lagðar fram til samþykkis aðalfundar.

Hádegisfundur um líðan ungs fólks

Miðvikudagurinn 8. mars var alþjóðlegur barátturdagur kvenna. Af því tilefni boðaði Jafnréttisstofa í samstarfi við Zontaklúbbana á Akureyri til hádegisfundar í anddyri Borga við Norðurslóð og mættu fulltrúar Aflsins gallvaskir til fundar. Yfirskrift fundarins var „Líðan ungs fólks – Hvað er til ráða“. Frummælendur voru Ingibjörg Auðunsdóttir fyrrverandi sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, menntaskólakennarinn Arnar Már Arngrímsson handhafi verðlauna Norðurlandaráðs í barna- og unglingabókmenntum 2016 og Karólína Rós Ólafsdóttir nemandi við Menntaskólann á Akureyri og formaður FemMa Femínistafélags skólans.

Meðlimir í FemMA, femínistafélagi Menntaksólans á Akureyri, mættu á staðinn og seldu boli til styrktar Aflinu og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir stuðninginn.

Lóa Aðalheiður Kristínardóttir og Dagný Guðmundsdóttir við söluborð FemMA
Myndina á bolunum hannaði Karólína Rós Ólafsdóttir formaður FemMA en hún var auk þess einn af frummælendum á fundinum.

Óhætt er að segja að hádegisfundurinn hafi vakið mikla athygli en tæplega tvöhundruð manns sóttu fundinn og var fullt út úr dyrum. Aflið þakkar Jafnréttisstofu og Zontaklúbbum Akureyrar fyrir vel heppnaðan hádegisfund og FemMA fyrir stuðninginn.

Brekkuskóli kemur í heimsókn

Eins og fram hefur komið í fréttum Aflsins þá hafa 9. bekkir grunnskóla Akureyrarbæjar heiðrað okkur með nærveru sinni síðustu vikur. Stúlkur og drengir úr Brekkuskóla eru þeir hópar sem síðast litu við hjá okkur. Stúlkurnar komu í heimsókn í húsnæði Aflsins í Aðalstræti 14 þriðjudaginn 28. febrúar og drengirnir þriðjudaginn 7. mars. Að vanda voru það þær Jokka, Olla og Sigga sem sáu um að kynna sögu hússins og starfsemi Aflsins fyrir krökkunum.