Samtök gegn kynferðis-
og heimilisofbeldi

Hefur einhver beitt þig eða einhvern sem þú þekkir ofbeldi?

Vantar þig einhvern til að tala við?

Við leiðbeinum þér.

Hægt er að panta tíma með því að hringja í síma 857-5959, senda okkur tölvupóst á aflid@aflidak.is eða ýta á takkan hér fyrir ofan og fylla út formið.

Vinnan hjá Aflinu felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta.

Við lítum svo á að þeir sem hingað leita séu “sérfræðingarnir” í eigin lífi, það er að segja: enginn þekkir betur afleiðingar ofbeldis en sá sem hefur verið beittur því.

Þar sem um sjálfshjálparstarf er að ræða ber hver einstaklingur ábyrgð á sinni vinnu en fær suðning og samkennd frá annari/öðrum mannesku/m með sömu reynslu.

Fréttir

05 maí

Aðalfundur 2021

Aðalfundur Aflsins verður fimmtudaginn 20. maí n.k. kl. 17.00.
Fundurinn verður haldin í húsnæði Zontaklúbbs Akureyrar að Aðalstræti 54.
Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf.
05 mar

Er 13% réttlæti nóg?

Er 13% réttlæti nóg?

29 jan

Styrktarsjóður ELKO færir Aflinu gjafir.

Styrktarsjóður ELKO færði í gær barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri, Aflinu og Hetjunum nokkrar gjafir. Fulltrúar allra þriggja mættu í verslun ELKO og tóku við tækjum og tólum.

Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og Hetjurnar er félag langveikra og fatlaðra barna á Norðurlandi.

Haukur Hergeirsson verslunarstjóri ELKO segir styrktarsjóð fyrirtækisins árlega gefa ýmislegt til samtaka og stofnana eins og þeirra sem hann færði gjafirnar í gær. „Þannig vill fyrirtækið sýna í verki að slagorðið Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli eru ekki bara orðin tóm.“

Hetjurnar fengu fartölvu, prentara og hátalara, Aflið kaffikönnu, samlokugrill og síma og barnadeild SAk tvær Nintendo switch leikjatölvur og tölvuleiki.

 

End of content.

No more posts to load.

Sími: 857 5959

aflid@aflidak.is

facebook.com/aflidak

Kennitala: 690702-2150

www.aflidak.is

Bankanúmer: 566-26-2150